Safnahelgi á Suðurnesjum
Kl. 16:30-17:30 laugardag og sunnudag verða gangsettar vélar á
Byggðasafninu á Garðskaga, Skagabraut 100, Suðurnesjabæ.
Tvær vélar úr vélasafni Guðna Ingimundarsonar frá Garðstöðum, verða gangsettar. Red Wing Thorobred KK frá 1948 og Norman T300 frá 1945.
Á vélasýningunni eru um 60 vélar frá því um aldamótin 1900 fram að 1970 sem segja merkilega sögu þróunar véla og notkunar.
GMC Trukkurinn hans Guðna er líka til sýnis.
Öll Velkomin